• Hrafn

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Fullvaxinn ungi í hreiðri

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Hrafninn, þessi stóri hröfnungur er eini innlendi fulltrúi ættar sinnar á Íslandi. Allir þekkja krumma sem er bæði elskaður og hataður af þjóðinni. Hann er stærstur allra spörfugla, sterklega byggður, með fremur langa og breiða fingraða vængi og fleyglaga stél. Hann er alsvartur, fullorðinn hrafn er með græna eða fjólubláa gljáandi slikju á höfði og að ofan, úfnar fjaðrir á hálsi og fiðraðar skálmar. Ungfugl er móskulegur og án gljáa.

Flug hrafnsins er þróttmikið, vængjatökin djúp og hann flýgur beint og oft hátt og lætur sig svífa á þöndum vængjum. Lætur sig oft falla með aðfellda vængi og leikur alls kyns fluglistir. Hoppar gjarnan jafnfætis. Hrafnar eru félagslyndir og halda sig í hópum eða pörum.


Fæða og fæðuhættir:
Krummi er alæta, etur hræ, úrgang, egg og unga, skordýr og ber, fangar jafnvel fullorðna fugla. Auðvelt er að hæna hrafna að með matgjöfum og eru þeir sólgnir í flest allt sem fyrir þá er borið, þó helst fitu.


Fræðiheiti: Corvus corax

Kjörlendi og varpstöðvar

Hrafninn verpur í klettum, giljum og hraunum á láglendi, en er sjaldgæfur ofan 400 m hæðarlínu. Á Suðurlandsundirlendi og víðar verpa hrafnar á alls konar mannvirkjum: súrheysturnum, rafmagnsmöstrum, auðum útihúsum o.fl., hafa einnig orpið í trjám. Hreiðrið er mikill laupur úr alls kyns drasli, gripabeinum, sprekum og gaddavír, fóðrað með ull og fjöðrum og er því valinn staður á syllu eða í skúta.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Hrafninn er staðfugl og einn fárra fugla sem sjást á Miðhálendinu á veturna. Varpheimkynni hans eru um mikinn hluta norðurhvels jarðar en hann er þó orðinn fáséður víða þar sem þéttbýlast er.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR