Spörfuglar

Spörfuglar eru langstærsti ættbálkur fugla. Það eru þó aðeins níu tegundir spörfugla sem verpa hér í einhverjum mæli. Einangrun landsins, skógleysi og vætusöm veðrátta eru taldar helstu ástæður fyrir þessum rýra hlut spörfugla í íslenskri fuglafánu.

Spörfuglar eru mjög mismunandi að stærð, en þó flestir smávaxnir. Músarrindill og auðnutittlingur eru minnstir íslenskra fugla, en hrafninn stærstur. Fótur spörfugla er svonefndur setfótur, en goggurinn er aðlagaður að fæðunni.

Spörfuglar verpa í vönduð hreiður og ungarnir eru ósjálfbjarga, yfirgefa hreiðrið þegar þeir eru orðnir eða að verða fleygir.

Litlir

Meðalstórir

Stórir


Auðnutittlingur

Glókollur

Gráspör

Gráþröstur

Hrafn

Krossnefur

Maríuerla

Músarrindill

Skógarþröstur

Snjótittlingur

Stari

Steindepill

Svartþröstur

Þúfutittlingur