Vaðfuglar

Einkenni margra vaðfugla eru langur goggur, langir fætur og langur háls.

Þeir eru dýraætur og er langur goggurinn hentugur til að grafa eftir æti í leirum, tjarnarbotnum og jarðvegi. Sumir fuglarnir eru meiri þurrlendistegundir og hafa fremur stuttan gogg og fætur eins og sandlóa og heiðlóa.

Vaðfuglar helga sér óðul og verpa pörin stök. Kynjamunur er lítill hjá vaðfuglum, karlfuglinn er þó oft ívið skrautlegri og kvenfuglinn aðeins stærri.

Litlir

Meðalstórir

Stórir


Heiðlóa

Hrossagaukur

Jaðrakan

Lóuþræll

Óðinshani

Rauðbrystingur

Sanderla

Sandlóa

Sendlingur

Spói

Stelkur

Tildra

Tjaldur

Þórshani