Sjófuglar

Fuglar í þessum flokki tilheyra þremur ættbálkum. Þeir afla fæðu sinnar úr sjó, verpa við sjó og ala allan sinn aldur á sjó nema þegar þeir koma á land til að verpa. Sjófuglar sína tryggð við maka sinn, verpa í byggðum og flestir verpa einu eggi nema skarfar og teista. Ungar þeirra allra eru ósjálfbjarga og dvelja oft lengi í hreiðrinu.

Sköpulag allra fuglanna nema pípunasa er dæmigerð fyrir fiskiætur sem kafa eftir æti og eru skarfar og svartfuglar svipaðir brúsum og fiskiöndum að lögun. Goggur skarfa, sumra svartfugla, fiskianda og brúsa er og svipaður útlits. Kynjamunur sjófugla er lítill, það er helst einhver stærðarmunur sem greinir kynin að.

Litlir

Meðalstórir

Stórir


Álka

Dílaskarfur

Fýll

Haftyrðill

Langvía

Lundi

Sjósvala

Skrofa

Stormsvala

Stuttnefja

Súla

Teista

Toppskarfur