• Gráþröstur

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Gráþrösturinn er líkur skógarþresti en töluvert stærri og stéllengri. Hann er grár á höfði og gumpi, rauðbrúnn á baki og vængjum og gulleitur með dökkum dröfnum á bringu og síðum, ljós á kviði. Stélið er langt og svart.

Gráþröstur grípur til renniflugs með aðfelldum vængjum milli þess sem hann blakar þeim. Er var um sig og styggur. Fuglarnir sjást stakir eða í hópum, bæði stórum og litlum. Gefur frá sér hrjúft, hvellt og endurtekið ,,tsjakk“. Söngurinn er hröð runa fremur veikra, ískrandi hljóða.


Fæða og fæðuhættir:
Fæðan er svipuð og hjá skógarþresti. Hér sækja þeir mest í garða þar sem epli, perur og aðrir ávextir standa til boða, sem og feitmeti, einnig eru ber vinsæl meðan þeirra gætir. Sækja einnig í fjörur og taka þangflugur og fleira.


Fræðiheiti: Turdus pilaris

Kjörlendi og varpstöðvar

Gerir sér veglegt hreiður í trjám. Heldur til í skóglendi, görðum, við bæi og í fjörum.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Gráþröstur er hér algengur haust- og vetrargestur. Hefur orpið óreglulega frá 1950, bæði norðanlands og sunnan. Eitt eða örfá pör hafa orpið á Akureyri síðustu árin, en enginn veit hvort það er upphafið að landnámi eða bara tímabundið varp. Varpheimkynni gráþrastar er á breiðu belti frá Skandinavíu og austur um Evrópu og Asíu.

Vor og haust
Varp- og vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR