• Silfurmáfur

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Tveggja ára, fullorðinn og ársgamall.

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Fjórði vetur

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Silfurmáfur á fyrsta vetri

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Silfurmáfur er stærsti máfurinn með grátt bak og svarta vængbrodda. Hann er nokkru minni en hvítmáfur og eilítið stærri en sílamáfur, sterklega vaxinn með hlutfallslega stutta, breiða vængi. Fullorðinn fugl er hvítur á höfði og að neðan en ljósgrár á baki og yfirvængjum. Vængbroddar eru svartir með hvítum dílum. Ungfuglar á fyrsta ári eru, líkt og sílamáfar á sama aldri, dekkstir ungra máfa. Þeir þekkjast frá sílamáfum á ljósara yfirbragði, ljósu svæði á innanverðum framvæng og fjaðrajaðrar á stórþökum eru ljósari. Svartur bekkur á stéli. Á öðru ári verða bak og yfirvængir grá og kviður og bringa ljós. Á þriðja ári lýsast fuglarnir enn, en þó vottar fyrir svarta stélbandinu og þeir fá fullan skrúða á fjórða ári. Kynin eru eins, en karlfuglinn er heldur stærri.

Fluglag og hegðun er svipað og hjá öðrum stórum máfum. Röddin líkist rödd hvítmáfs en er skrækari.


Fæða og fæðuhættir:
Lifir á fjölbreyttri fæðu, svo sem fiski, krabbadýrum, skeldýrum, skordýrum, hræjum og úrgangi, sem hann tekur á sjó, í fjörum eða af landi.


Fræðiheiti: Larus argentatus

Kjörlendi og varpstöðvar

Verpur í byggðum í grasbrekkum, klettum, eyjum og jafnvel á söndum nærri sjó, stundum innan um aðra stóra máfa. Hreiðrið er allvönduð dyngja úr þurrum gróðri, sprekum og þangi.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Silfurmáfur er að nokkru farfugl. Hann nam land á Íslandi upp úr 1920 og verpur nú um land allt nema við Breiðafjörð og á Vestfjörðum en þar er veldi hvítmáfsins. Þessir tveir máfar blandast og eru kynblendingarnir frjóir. Silfurmáfur er algengastur á Austfjörðum. Það eru aðallega ungfuglar sem eru farfuglar og fara til Bretlandseyja á veturna. Silfurmáfi hefur fækkað töluvert í Evrópu og er hann nú á válista sem tegund í yfirvofandi hættu. Hér á landi benda vetrarfuglavísitölur 1985-2014 til samfelldrar fækkunar frá 1990.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR