• Duggönd

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Steggur og kolla

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Kolla og steggur

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Kolla með unga

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Tveir steggir

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Duggöndin er meðalstór kafönd og svipar til skúfandar. Í fjarska virðist steggurinn dökkur að framan og aftan en ljós þess á milli. Höfuðið er svart og grængljáandi, bringan svört, síður og kviður hvít. Bak er gráyrjótt, vængbelti hvít, gumpur og undirstélþökur svört, stél grábrúnt. Í felubúningi er steggurinn grár á síðum og móskulegur. Kollan er dökkbrún á höfði, hálsi, bringu, baki og axlarfjöðrum, oft með gráum yrjum. Afturendinn er dökkgrár, síður gulbrúnflikróttar, kviður hvítur. Hún er með hvíta blesu við goggrót, á varptíma er einnig ljós blettur á höfuðhliðum. Bæði kyn eru með hvít vængbelti og ljósa undirvængi.

Duggönd hegðar sér líkt og skúfönd, verður best greind frá henni á stærð og hnöttóttara höfði, karlfugl á ljósu baki, kvenfugl á ljósari lit og stærri og ljósari flekkjum á höfði. Er ávallt félagslynd.


Fæða og fæðuhættir:
Dýraæta sem kafar til botns eftir smádýrum og lifir á svipaðri fæðu og skúfönd, botnkrabbar eru þó ofar á lista hennar. Lifir jafnframt nokkuð á grænþörungum og nykrum, sem og hornsílum.


Fræðiheiti: Aythya marila

Kjörlendi og varpstöðvar

Heldur sig við vötn og tjarnir bæði á hálendi og láglendi. Velur sér hreiðurstæði nærri vatni, stundum í dreifðum byggðum og oft innan um hettumáf og kríu. Hreiðrið er vel falið í stör, runnum og öðrum gróðri. Er á veturna helst á lygnum vogum.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Duggöndin er að mestu farfugl. Hún er algengust við lífrík vötn á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi, líka allalgeng sums staðar í miðhálendinu, en sjaldgæfust á Vestfjörðum. Vetrarstöðvarnar eru einkum með ströndum Írlands, Bretlands og Hollands, sem og víðar með ströndum meginlands Evrópu. Fáeinir hópar vetursetufugla eru á Suðvesturlandi. Henni hefur fækkað umtalsvert undanfarin ár. Varpstöðvar eru á túndrubeltinu á norðurhveli jarðar.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR