• Lundi

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Lundi – ungfugl

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Lundi er einn af minni svartfuglunum og jafnframt sá algengasti. Hann er fremur höfuðstór og kubbslegur. Fullorðinn lundi í sumarbúningi er svartur að ofan og hvítur að neðan með svartan koll og svartan kraga um háls. Höfuðhliðar (vangar) eru gráar, undirvængir svartir og goggur í skærum litum. Á veturna eru vangar dekkri og goggur litdaufari og minni. Kynin eru eins. Ungfugl er svipaður en goggur mjórri og svæðið framan augna dekkra.

Lundinn flýgur beint með hröðum vængjatökum, venjulega lágt yfir haffleti. Hann stendur uppréttur og á auðvelt með gang. Samanreknari en hinir stærri svartfuglar, höfuðlag er annað og engar vængrákir. Afar félagslyndur. Yfirleitt þögull en á varpstöðvunum heyrist kurrandi hljóð, bæði úr holum og frá sitjandi fuglum.


Fæða og fæðuhættir:
Kafar eftir æti og syndir kafsund með vængjunum. Getur kafað niður á 60 m dýpi og verið í 1,5 mín. í kafi. Raðar fiskunum í gogginn, ber oftast 6–20 fiska í ferð. Aðalfæðan er síli (sandsíli, marsíli og trönusíli), loðna er einnig mikilvæg, tekur einnig seiði ýmissa fiska, svo og sænál, ljósátu o.fl.


Fræðiheiti: Fratercula arctica

Kjörlendi og varpstöðvar

Lundinn heldur sig á grunnsævi á sumrin. Hann verpur í byggðum í grösugum eyjum, höfðum og brekkum ofan við bjargbrúnir eða í urðum undir þeim. Fuglinn grefur sér holu í svörð eða verpur undir steinum og í glufum. Hreiðurkiminn innst í holunni, sem getur verið krókótt og með mörgum opum, er fóðraður með þurrum gróðri.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Lundinn er farfugl. Þegar liðið er á varptímann fara ungfuglar að flakka á milli og heimsækja vörpin. Lundastofninn er mjög stór og eru stærstu byggðirnar í Vestmannaeyjum og Breiðafjarðareyjum. Ungi lundans nefnist kofa eða pysja. Að varptíma loknum hverfur lundinn út á Norður-Atlantshafið. Lundar verpa víða umhverfis Norður-Atlantshaf, frá Maine-fylki í Bandaríkjunum og Bretagne-skaga í Frakklandi norður til Svalbarða, en meirihlutinn verpur þó hér á landi, þar sem hann er algengasti fuglinn. Honum fer þó fækkandi eins og flestum öðrum sjófuglum.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR