• Sjósvala

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Sjósvala er ívið stærri en stormsvala, en annars lík henni í útliti og lífsháttum. Hún er svipuð henni að lit en þó ögn ljósari. Þær frænkur eru af ættbálki pípunasa

. Sjósvala er á stærð við skógarþröst en með lengri vængi. Kynin eru eins og fullorðinn og ungfugl einnig.

Hún hegðar sér svipað og stormsvala, en flugið er reikulla. Sjósvala eltir sjaldan skip. Lendir frekar í hrakningum í stórviðrum á haustin en stormsvala. Hljóð sjósvölu eru margvísleg á varpstöðvum. Á flugi gefa fuglarnir frá sér hljóð sem minna á sérkennilegan hlátur. Þeir kurra í holum og er kurrið rofið af hærri hljóðum ásamt fyrrgreindum hlátri.


Fæða og fæðuhættir:
Hagar sér líkt og stormsvala í fæðuleit og fæðuvalið svipað s.s. áta (ljósáta og rauðáta), lýsi og annað feitmeti og smár fiskur. Er meira á ferli í ætisleit á næturnar en stormsvala.


Fræðiheiti: Oceanodroma leucorrhoa

Kjörlendi og varpstöðvar

Sjósvala er úthafsfugl eins og stormsvala. Verpur í þéttum byggðum og gerir sér hreiður í botni djúprar holu sem hún grefur í jarðveg. Grefur sig oft inn úr lundaholum eða meðfram steinum og klettum þar sem grassvörðurinn er ekki eins þéttur.
Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Sjósvalan er farfugl. Stærstu sjósvölubyggðir heims eru við Nýfundnaland og í Kyrrahafi. Hún er sjaldgæf austanhafs, stærsta byggð hennar í Evrópu er í Vestmannaeyjum. Þar verpur hún í flestum eyjum þar sem lundavarp er, en þó lítið á Heimaey. Grunur er um varp í Ingólfshöfða, Skrúð og e.t.v. víðar, en það hefur ekki verið staðfest. Á veturna halda þær sig á sjó fjarri ströndum og eru vetrarstöðvarnar í Suður-Atlantshafi, á hafsvæðinu milli Suður-Ameríku og Mið- og Suður Afríku. Hún kemur eingöngu á land til að verpa. Ungfuglar flakka milli varpa og hefur fugl merktur í Maine ríki í Bandaríkjunum fundist í varpi hér.

Varpstöðvar/sumarútbreiðsla
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

UNGAR