Fróðleikur

Fiður og fjaðrir

Fjaðrirnar eru eitt af séreinkennum fugla. Þær eru úr prótíni sem nefnist hyrni. Hár, neglur, hófar og klaufir spendýra eru úr þessu sama efni. Fjaðrirnar eru mismunandi:


 • Dúnn
  Þakfjöður
  Flugfjöður
  Stélfjöður

 • Fjöður að innan

Fuglarnir endurnýja fjaðrirnar reglulega. Hjá flestum tegundum gerist það einu sinni á ári, sumum tvisvar. Rjúpan er einstök því hún skiptir þrisvar sinnum á ári um búning.

Sumir fuglar, líkt og endur og gæsir, geta ekki flogið á meðan þeir fella fjaðrirnar. Þá er talað um að þeir séu í sárum eða felli.

Fiðrið verndar fuglinn og veitir einangrun fyrir kulda og hita. Fjaðrahamur sjófugla er langtum þéttari en landfugla. Þeir eru þannig betur einangraðir.

Vængirnir gegna mikilvægu hlutverki við sund sumra sjófugla. Lengst gengur þetta hjá mörgæsum, en þær eru ekki fleygar. Á vefnum Fjaran og hafið er myndband sem sýnir lunda kafa.

Litur

Fuglar eru fjölbreyttir á litinn. Litur á fjöðrum hefur engin takmörk. Fuglar sem lifa í regnskógunum eru sérstaklega skrautlegir. Þeir ættu að sjást vel. Ýmsir aðrir fuglar eru þannig á litinn að þeir falla vel inn í landslagið, þeir eru í felulitum. Þetta er mikilvægt til að rándýr komi síður auga á þá og er sérstaklega gott fyrir kvenfuglinn sem liggur á.

Umhverfi rjúpunnar er mismunandi eftir árstíðum og hún gerir sér lítið fyrir og skiptir um fjaðraham á vorin og á haustin.

Sumar tegundir fugla fara í biðilsbúning og verða þá sérstaklega skrautlegir þegar þeir leita sér maka. Þetta er algengt meðal andasteggja. Skoðaðu myndir af stokköndinni. blása í fjaðrirnar og þurrka þær.

Fita

Fuglar eru með fitukirtil við stélrót. Fituna nota þeir til að smyrja á fjaðrirnar. Við það verða þær vatnsheldar. Þetta er mjög mikilvægt fyrir sjófugla og sundfugla. Skarfar eru undantekning frá þessu og láta þeir vindinn blása í fjaðrirnar og þurrka þær. • Rjúpur að vetri til

 • Rjúpur að vetri til

 • Rjúpur að vori

 • Rjúpur að sumri

 • Rjúpur að hausti til