Fróðleikur

Hvað er fugl? > Bein

  • Beinagrind af fugli.

  • Arnarbein og þverskurður af því.

Hauskúpur fugls og minks í réttum hlutföllum.

Almennt eru fuglabein léttari en bein annarra dýra. Þau eru gjarnan hol að innan. Það á þó ekki við smáfugla. Einnig er mikið um brjósk sem er eðlisléttara en bein.

Hauskúpa fugla er létt. Augntóftirnar eru stórar.

Fuglar eru ekki með tennur. Kjálkarnir eru klæddir hyrni og nefnast goggur.

Fálki: Lengdin er 8,2 cm og þyngd 7 gr.

Minkur: Lengdin er 6,6 cm og þyngd 12 gr.